Málskotsréttur til þjóðarinnar
Posted 3 years ago
by Loftur Már Sigurðsson
Hér er gamalt blogg sem ég setti saman fyrir ca. 10 árum þegar ég bauð mig fram til Stjórnlagaþingskosninga.
Það er nauðsynlegt að hafa möguleika í stjórnarskránni á því að leggja mál undir dóm þjóðarinnar. Það er bara spurning hversu stórann hóp þurfi til og hvernig hann er skilgreindur. Ætti það að vera 30, 40 eða 50 þúsund kjósendur eða 15 – 20% af kosningabærum einstaklingum. Fjöldinn má ekki vera of lítill þannig að þjóðaratkvæðagreiðslur verði daglegt brauð. Það má heldur ekki vera þannig að það sé nánast ómögulegt. Mér finnst að það eigi að þurfa undirskrift 30 þúsund einstakling með kosningarétt til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið málefni. Framkvæmdin yrði síðan sett í lög.