Borgarlínan.

Posted 3 ár síðan by Loftur Már Sigurðsson

Ég hef ekki fylgst mikið með umræðu um borgarlínuna og finnst hún frekar leiðinleg.  Í mínum huga er borgarlínan bara flott nafn á almenningssamgöngukerfi sem hingað til hefur verið kallað strætó.  Allar borgir þurfa að bjóða upp á almenningsamgöngukerfi og flestar þurfa að greiða með því.  Hversu mikið Borgarsjóður þarf að greiða með strætó fer svo eftir því hversu vel það tekst að gera hagkvæmt kerfi sum um leið leiðir til þess að almenningur kýs að nota það

Í Reykjavík virðist mér að aðal vandamálið strætó sé það hversu fáir eru að nota kerfið.  Ástæða fyrir lélegri nýtingu á strætó tel ég að sé að kerfið hentar fáum.  Kerfið hentar þeim mjög vel sem búa í úthverfum borgarinnar og í kringum Miklubraut.  Það eru mjög góðar tengingar úr úthverfum og nágranna sveitarfélögum niður í miðborg Reykjavíkur.  Þeir sem vinna og búa á þessum leiðum eru þannig í góðum málum.

Það að ætla að bæta strætókerfið finnst mér vera mjög gott og þarft mál. Þegar menn bæta kerfið er gott að líta til þess að öll bæting sé gerð með langtímamarkmið í huga og framtíðar tengingar.   Þannig lenda borgaryfirvöld ekki í því að rífa niður það sem áður hefur verið gert í hvert skipti sem unnið er við kerfið.

Ég lít svo á að borgarlínan sé skref í þessa átt og sé ætlunin að bæta kerfið til framtíðar og gera það skilvirkara.  Það er góð hugsun.  En ég tal að skipulagsyfirvöld séu á villigötum því það sem ég hef séð um Borgarlínuna er að það er verið að bæta þann hluta kerfisins sem er í hvað bestum málum.  Það er verið að bæta kerfið um langlínu Reykjavíkur þar sem þegar nánast allir vagnar aka um í dag.  Til þess að fá betra kerfi og betri nýtingu á kerfinu tel ég að menn þurfi að hugsa meira um tengingar milli hverfa og sveitarfélaga án viðkomu í miðbæ Reykjavíkur.

Mín skoðun er ekki studd með vísindum en er frekar tilfinning eftir samtal við fjöldann af aðilum sem eru ekki að nota strætó og svo þeirra sem eru að nota strætó.  Það væri áhugavert að sjá könnun á því hvar þeir búa og hvert þeir eru að fara í vinnu eða skóla sem eru að nota kerfið og það skipt niður á aldurshópa.  Ég tel að þessi könnun hljóti að vera til.

Annað mál er að mér finnst Strætó hafa staðið sig mjög ylla í rafvæðingu flotans og það gerist þrátt fyrir yfirlýstan vilja Borgaryfirvalda.  En ég fjalla kannski betur um það síðar. 


Comments

No comments yet! Why don't you be the first?